Lögheimili eignamiðlun hefur milligöngu um sölu eigna á Spáni, Costa Blanca svæðinu og þá aðallega á Stór Torrevieja svæðinu.

 

Töluverður fjöldi Íslendinga á nú fasteign á Spáni og því þykir okkur mikilvægur þáttur í okkar starfsemi að getað þjónustað okkar viðskiptavini hvort sem er heima eða að heiman.

 

Heimir Bergmann er okkar maður á svæðinu en hann hefur verið að selja og leigja út fasteignir á Spáni síðan 2018.  Heimir hefur mikinn áhuga á golfi eins og þeir sem hann þekkja vita.  „Lögheimili Open“varð til í miðjum heimsfaraldri jól/áramót 2020, þegar allir voru að gefast upp á einangruninni.  Mótið hefur verið haldið einu sinni á ári en við bættist páskamót nú í ár 2023.  Mótið var mjög vel sótt og færri komust að en vildu hinn 8. apríl sl.

 

Löghiemili eignamiðlun er í samstarfi við Ice eignamiðlun, sem sérhæfir sig í eftirliti og þrifum á eignum Íslendinga á svæðinu.  Sjá nánar um fyrirtækið á iceeignamidlun.com 

 

Lögheimili eignamiðlun leggur metnað sinn í að veita persónulega þjónustu, sem virkar þannig að viðskiptavinurinn segir okkur hvers konar eign/eignum hann/hún leitar að og hvað hann/hún sé með í huga og við finnum það sem leitað er að og komum því eftir atvikum í þjónustu samstarfsaðila okkar á Spáni.