Aftur á forsíðu

Starfsfólk


 • Heimir Bergmann

  Nemi til löggildingar fasteignasala með starfsheimild frá eftirlitsnefnd Fasteignasala.

  heimir@logheimili.is


  Heimir hefur mikla reynslu af sölumennsku og hefur starfað í faginu með góðum árangri frá árinu 2006. Hann leggur ríka áherslu á heiðarleika í fasteignaviðskiptum og fagmennsku. Heimir veitir framúrskarandi þjónustu, hvort sem viðskiptavinir leita eftir íbúð til kaups, sölu eða leigu, enda þjónustulundaður með eindæmum. Áhugamál Heimis fyrir utan vinnuna eru fótbolti, golf og hlaup. 
   
  Heimir er  nemi til löggildingar fasteignasala og starfar undir ábyrgð Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar Hdl og löggilts fasteignasala, með starfsheimild frá Eftirlitsnefnd fasteignasala.
   
   

  630-9000

 • Jóhannes Albert Kristbjörnsson

  Hdl löggiltur Fasteignasali

  jak@logheimili.is

  Jóhannes Albert lauk fullnaðarprófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2012 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi vorið 2013.

  Jóhannes er Suðurnesjamaður, fæddur 20. desember 1965, og á að baki margvísleg störf og mikla reynslu áður en áhugi vaknaði á því að leiðbeina og aðstoða fólk og fyrirtæki við að leita réttar síns á sviði lögfræði.

  Reynsluheimur:
  Jóhannes hefur starfað við almenn verkamannastörf í fiskvinnslu og byggingarstarfsemi. Hann hefur einnig starfað sem leiðbeinandi í grunnskóla, sem gjaldkeri í banka, við hugbúnaðargerð og sem blaðamaður.
  Þyngst vegur margvísleg starfsreynsla hans innan lögreglunnar á Íslandi en hann hefur komið að lögreglustörfum, með reglubundnum hléum, frá árinu 1986 til ársins 2010.
  Jóhannes hefur starfað við almenn lögreglustörf, við landamæragæslu og haft umsjón með leyfisveitingum og forvarnarstörfum. Þá hefur hann starfað við rannsóknir eignaspjalla- og þjófnaðarbrota, ofbeldis- og kynferðisbrota. Ennfremur hefur hann komið að rannsóknum einfaldra sem flókinna fjármunabrota þ.m.t. skattabrota en hann starfaði m.a. um eins árs skeið hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.

  Menntun:
  • Héraðsdómslögmaður (hdl) maí 2013.
  • Meistaranám (M.L) í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012.
  • Lögfræðingur (B.A) frá Háskólanum í Reykjavík, þann 19. júní 2010.
  • Rannsóknarlögreglumaður (RLMI) frá Lögregluskóla ríkisins, þann 24. nóvember 2006
  • Lauk námi í kerfisfræði og forritun frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði, 2000.
  • Námskeið í rannsóknum efnahagsbrota hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, 1998.
  • Útskrifaðist sem almennur lögregluþjónn frá Lögregluskóla ríkisins, þann 27. maí 1993.
  • Lauk námi með High School Dimploma frá Northern York High School í Pennsylvaniu í Bandaríkjum Norður-Ameríku, 1985.
  • Lauk Verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands, 1983.

  Áhugasvið innan lögfræðinnar:
  Jóhannes er fyrst og fremst áhugamaður um mannlegt eðli og því eðlilegt að samskipti manna og fyrirtækja innbyrðis sem og samskipti þessara sömu aðila við fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög, stofnanir ríkisins og refsivörslukerfið séu honum helst hugleikin. Segja má því að ekkert réttarsvið sé undanskilið en á lögfræðimáli mætti telja sifja- og erfðarétt, eignarétt, bótarétt, vinnurétt, félagarétt, stjórnsýslurétt og refsirétt að ógleymdum óumflýjanlegum og síbreytilegum skattaréttinum, sem hans helstu áhugsvið.

  Félagslega hliðin:
  Jóhannes er mikill áhugamaður um heilsu og íþróttir. Hann stundaði um árabil körfuknattleik í efstu deild á Íslandi, af mikilli gleði og með ágætis árangri. Lék hann stærstan hluta ferilsins með sigursælu liði Njarðvíkur en einnig lék hann með KR og Grindavík.


 • Úlfar Guðmundsson

  Hdl löggiltur fasteignasali

  ulfar@logheimili.is

  Úlfar er fæddur í Garði 1984.

  Menntun:
  • Löggiltur fasteignasali 2015.
  • Héraðsdómslögmaður vorið 2012.
  • M.L. (Magister legum) frá lagadeild Háskólans á Bifröst 2011.
  • B.Sc. í viðskiptalögfræði frá lagadeild Háskólans á Bifröst 2008.
  • Skiptinám við lagadeild Kaþólska háskólans Pázmány Péter í Búdapest, Ungverjalandi 2006.
  • Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2005.

  Úlfar hefur einnig sótt fjölmörg námskeið á vegum Lögmannafélags Íslands (LMFÍ)

  Starfsferill:
  • Lögmannsstofa Reykjaness frá desember 2015.
  • Lögfræðistofa Reykjanesbæjar 2012-2015.
  • Sjálfstætt starfandi lögfræðingur í samstarfi við Lögfræðistofu Íslands 2011-2012.
  • Bláa Lónið hf 2005-2011.
  • Ýmis verkamannastörf 1998-2005.

  Málaflokkar:
  • Málflutningur
  • Verjandastörf
  • Réttargæsla
  • Skaðabótamál, vátryggingarmál og fasteignamál
  • Barnaverndarmál
  • Skiptamál (þrotabús- og dánarbússkipti)
  • Kröfu- og samningaréttur

  Félagslega hliðin:
  Áhugamál Úlfars eru eldamennska, salsa, ferðalög og bridds.


 • Ólafur Sævarsson

  Aðstoðarmaður fasteignasala í námi til löggildingar fasteignasala

  olafur@logheimili.is

  Ólafur hefur starfað við fasteignasölu síðan janúar 1999 með góðum árangri. Ólafur leggur áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð. Ólafur stundar nám við löggildingu fasteignasala og klárar það í lok árs 2017.

  Helstu áhugamál Ólafs eru fjölskyldan,  útivist og íþróttir og þá helst knattspyrnu, þess má geta að Ólafur spilaði meðal annars með HK, FH og Fylki í knattspyrni. 

  Gsm síminn hjá Ólafi er 820 0303  email olafur@logheimili.is

  8200303

 • Haukur Andreasson

  Löggiltur fasteignasali

  haukur@logheimili.is

  866 9954

 • Ottó Þorvaldsson

  Löggiltur fasteignasali

  otto@logheimili.is

   


  Ottó er bifvélavirki og múrarameistari að mennt og hefur starfað sem slíkur frá blautu barnsbeini. Ottó lauk löggildingu leigumiðlara vorið 2012.

  Að auki er hann löggildur fasteignasali en því prófi lauk hann með glans vorið 2014. Ottó er einn af eigandenum Lögheimili Eignamiðlun ehf.

   

  892 8735