Allt frá því að ég var lítil stúlka þá hef ég haft einstakan áhuga fyrir húsum og öðrum
byggingum. Ég man eftir mér sem barn þar sem ég skoðaði hús og byggingar, að
innan sem utan, bæði í bókum og á ferðum mínum með foreldrum. Ég man eftir að
hafa séð stórt, fallegt hús á sjávarlóð og óskað þess að ég eignaðist svona hús
þegar ég yrði stór, í dag er það sama hús í minni eigu. Menntun mín er á sviði
innanhússhönnunar og fasteignaviðskipta. Annarsvegar er ég með masters, MSc.,
gráðu í innanhússarkitektur, með löggilt starfsheiti sem "húsgagna og
innanhússhönnuður“, og hinsvegar er ég löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali.
Í dag starfa ég við hvoru tveggja og nýti samlegðaráhrif þessara tveggja greina í
daglegum störfum.
Áhugamál mín eru fyrst og fremst sköpun í sínum víðasta skilningi, ég stunda
áhugalistir, sinni hönnun og þrífst á því að finna lausnir og skapa tækifæri. Það má
því segja að atvinna mín sé sambland af menntun minni og áhugamálum enda ljóst
frá blautu barnsbeini hvert ég stefndi. Með eignarhaldi í Lögheimili eignamiðlun má
segja að gamall draumur sé orðinn að veruleika ... allt á einum stað.
" class="worker-details__facebook" target="_blank">