Ég heiti Unnur Alexandra en er alltaf kölluð Sandra. Ég er alin upp úti á landi og fékk listrænt og menningarlegt uppeldi. Ég er mikil sveitastelpa í mér, var í sveit á yngri árum, tók námskeið á dráttarvélar 16 ára og svo seinna vinnuvélaréttindi. Ég hef búið erlendis um tíma og er hörkudugleg heimskona sem þó nýtur einfaldleikans í sveitinni og veigra mér ekki við að fara í stígvélin. Sala jarða er sérstakt áhugamál og hef ég selt lögbýli sem og eyðibýli.
Jafnframt því að vera löggiltur fasteigna- og skipasali lauk ég viðskiptalögfræði frá Bifröst en áður nam ég ferðamálafræði og hef auk framangreinds unnið við að leiðsögu.
Ég er löggiltur fasteigna- og skipasali hjá Lögheimili Eignamiðlun á Akranesi og hef ég sinnt heimamarkaði sem og öllu Vesturlandi. Ég hef einnig löggildingu leigumiðlara
Mitt markmið er að veita viðskiptavinum mínum bestu mögulegu þjónustu svo viðskiptavinir mínir leiti aftur og aftur til mín í ráðgjöf, verðmat, kaup, sölu eða leigu fasteigna og jarða.
" class="worker-details__facebook" target="_blank">