Langamýri 40, 800 Selfoss
35.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
136 m2
35.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
36.700.000
Fasteignamat
26.150.000

Lögheimili Eignamiðlun kynnir:

Lögheimili Eignamiðlun ehf kynnir eignina Langamýri 40, 800 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 227-2066 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Langamýri 40 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 227-2066, birt stærð 136.1 fm.

4 herb., raðhús ásamt bílskúr við Langamýri 40 á Selfossi.
Íbúð er skráð 99,0 fm, bílskúr 30,2 fm. og geymsla 6,9 fm., samtals 136,1 fm.


Húsið er timburhús, byggt 2004. Lóð ófrágengin.

Lýsing eignar: Anddyri með hvítum fataskápum. Þvottahús með hillum. Stofa með útgengi á lóð. Opið milli stofu og eldhúss. Eldhús með hvítri innréttingu og eldhúseyju. Herbergjagangur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa og litlum skápum undir handlaug. Þrjú herbergi og útgengi á lóð úr einu þeirra. Bílskúr er í dag innréttaður sem einstaklingsíbúð með eldhúsinnréttingu og baðherbergi með sturtuklefa og ljósri innréttingu.

Gólfefni eru flísar og harðparket.

Eignin þarfnast nokkurs viðhalds/endurnýjunar, m.a. tréverk að utan, gluggar, útihurðir og þakkantur. Brotin niðurföll á þakrennum. Vantar upp á frágang á nokkrum stöðum í eign, m.a. í kringum hurðar á baðherbergi og einhverja parketlista vantar. Sturtuklefi í íbúð lélegur. Frágangur á einstaklingsíbúð er ábótavant og þar mikil fúkkalykt og sýnileg mygla.

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann , í síma 630-9000, tölvupóstur [email protected]
Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar? 
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann Sölufulltrúi, nemi  til  löggildingar fasteignasala í síma 630-9000 og tölvupóstur: [email protected]  eða Ottó Þorvaldsson löggiltur fasteignasali [email protected]
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 11 ára  starfi við fasteignasölu á Íslandi.
Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign. 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.