Lögheimili Eignamiðlun og Unnur Alexandra Sig. löggiltur fasteignasali kynna til sölu 3ja herbergja íbúð (503) á 5 hæð í lyftuhúsi með stæði í bílakjallara. Íbúðin er 105,3 fm. 3ja herbergja Íbúðin er með góðum svölum með svalalokun í suðvestur. Sér geymslu í kjallara og bílastæði með rafmagnstengli í bílakjallara. Nánari lýsing:Forstofa - Fataskápur og flísar á gólfi.
Svefniherbergi - eru tvö og bæði með parketi á gólfum og fataskápum.
Þvottahús - er innan íbúðar, flísar á gólfi og fínar hirslur.
Baðherbergi - er með sturtu, fallegri hvítri innréttingu, flísum á gólfi með hitalögn undir.
Eldhús - Falleg innrétting - opið eldhús. parkert á gólfi.
Stofa/borðstofa - parket á gólfi.
Svalir með svalalokun, timburflísar á gólfi.
Bílageymsla - sér stæði í bílageymslu m/rafmagnstengli.
Hjóla/vagnageymsla - í sameign.
Stillholt 21 er staðsett miðsvæðis á Akranesi og er við Verslunarkjarna. Þar má til dæmis finna Bókasafn, Eymundsson, fataverslun, Krónuna matvöruverslun, raftækjaverslun, subway, Íslandsbanka og tónlistaskóla. Stutt ganga í Félag eldri borgara (FEBAN) veitingastaði og á Langasandinn. Nánari uppl. veitir: Unnur Alexandra Sig. löggiltur fasteignasali unnur@logheimili.is sími: 788-8438
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum