Sérfræðiþjónusta

Sérþjónusta Lögheimilis samanstendur af lögmannsþjónustu, ráðgjafarstarfsemi og innanhússhönnun.


Guðrún Hulda Ólafsdóttir

 

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001

 

Héraðsdómslögmaður árið 2005

Löggilding fasteigna- fyrirtækja og skipasala árið 2005

 

Ég hef starfað við fasteignasölu allt frá árinu 2002 og samfleytt til dagsins í dag. Héraðsdómslögmannsréttindin hlaut ég svo árið 2005 og samhliða réttindi til löggildingar fasteigna- fyrirtækja og skipasala.  Frá árinu 2008 bætti ég svo við mig og tók að mér ýmis ráðgjafarstörf sem spruttu af þeim erfiðleikum sem varð undanfari að efnahagshruninu seinna það ár og hef ég allar götur síðan sinnt þessum málaflokki ásamt öðrum störfum í takt við eftirspurn eftir slíkri þjónustu á hverjum tíma.  Ráðgjafastörf þessi tengdust fjármálum heimilana og samningum við lánastofnanir m.a. og almenn skuldaskil.

 

Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að geta sinnt fjölbreyttum verkefnum á degi hverjum og geri enn samhliða mínu aðalstarfi að reka fasteigna- og fyrirtækjasölu en ég hef um nokkurt skeið tekið að mér samningagerð fyrir Jöfur, atvinnuhúsnæði og Hús fasteignasölu á Selfossi.

 

Mín sérsvið fyrir utan fasteignir og fyrirtæki eru eftirfarandi:

 

Lögmannsþjónusta:

Ég veiti alla almenna lögmannsþjónustu auk þess sem ég hef mikla reynslu á sviði samninga-, kröfuréttar, fasteignakauparéttar, skuldaskila- og aðfararréttar, gjaldþrotaréttar og erfðaréttar svo eitthvað sé nefnt.

 

Fjármála- og lánaráðgjöf:

Á árunum eftir efnahagshrun vann ég mikið að endurskipulagningu fjármála heimilanna og náði mín vinna frá því að semja fyrir viðskiptavini við lánastofnanir og aðra skuldheimtumenn, ýmist með beinum samningum og ef það bar ekki árangur þá er stundum óumflýjanlegt að skoða möguleikann á gjaldþrotameðferð fyrir dómi.  Í enn öðrum málum var ég skipuð af dómstólum og seinna Umboðsmanni skuldara til að stýra greiðsluaðlögun einstaklinga eða nauðasamningsferli.

 

Ég bý yfir mikilli reynslu í þessum málaflokki og hef greint þörf þess og aðstoðað fólk við að selja eignir sínar áður en lokauppboð fer fram á eigninni.  Allt þetta er gert til að hámarka möguleika viðskiptavinarins til að fá sem mest upp í skuldir eða að hámarka verð eignarinnar svo hún endi ekki í lokasöluferli á nauðungaruppboði.

 

Sú vísa er aldrei of oft kveðinn að leita sér aðstoðar sem allra fyrst þegar vandans verður vart.  Það má koma í veg fyrir mikinn skaða ef ekki er beðið fram á síðustu stundu.  Bæði með því að aðstoða fólk við að finna hentugra húsnæði svo eitthvað sé nefnt og takmarka það tjón sem getur hlotist af innheimtuaðgerðum skuldheimtumanna.

 

Mikið atriði er að fólk komi áður en auglýst er svokallað „byrjun uppboðs“ þar sem all nokkuð langur tímarammi er til staðar til að verjast uppboði sé brugðist við fyrir þann tíma á meðan nánast enginn tímarammi er eftir uppboðs byrjun.

 

Kynntu þér möguleikana sem í boði eru og sendu mér línu í tölvupósti og bókaðu tíma á netfanginu [email protected] og ég skoða málið.  Fyrsta viðtal þarf að bóka skriflega og er það án endurgjalds.

 

 

  

Ólafía Ólafsdóttir 

Löggiltur fasteigna- fyrirtækja og skipasali

·       Háskóli Íslands 2016 - 2018

Löggiltur húsgagna- og innanhússhönnuður – Interior designer MSc 

·       Florida State University 1990 - 1996

Sérsvið mitt auk fasteignasölu er innanhússhönnun / innanhússarkitektúr.  

Í þeirri sérgrein felst, heildar hönnun innra skipulags, hvort sem um er að ræða húsnæði í nýbyggingu eða eldra húsnæði, sama á við um fyrirtæki og stofnanir.  Það sem mestu máli skiptir í innanhússhönnun er að byggt sé á góðum grunni þ.e. að grunnskipulag sé gott, hentugt, og mæti þörfum og kröfum nútímans. Grunnskipulag felur í sér staðsetningu veggja, hurða, innréttinga og tækja. Allt val þ.e. útlit innréttinga, hurða, gólf- og veggefna þarf að haldast í hendur til að skapa heildarmynd sem hæfir hverju húsnæði.  Taka verður tillit til margra þátta þegar við val á innréttingum, heimilis- og hreinlætistækjum, gólfefnum og litavali.  Allt þetta miðast við að skapa heild um þarfir og væntingar viðskiptavina.

Innanhússhönnun: Hægt er að fá heildarþjónustu frá A – Ö eða ákveðna hluta heildar innanhússhönnunar. 

·       Grunnskipulag 

·       Innréttingar og útlit 

·       Efnisval á gólf og veggi

·       Húsgagnaval

·       Uppröðun og loka frágangur þ.m.t. gluggatjöld, litaval og aukahlutir

Í flestum tilfellum er unnið samkvæmt tilboði miðað við þá þjónustu sem óskað er hverju sinni.

Ég býð þjónustu mína til allra þeirra sem hafa í hyggju að nýta sér slíka þjónustu auk þess sem ég býð byggingarverktaka velkomna í ráðgjöf og þjónustu þar sem ég sem fasteignasali og innanhússhönnuður hef næmt auga á góðri söluvöru.  Kynnið ykkur kostina að fáið tilboð í hönnunarþjónustu og söluþjónustu fasteignasala samhliða.

 

Kynntu þér möguleikana sem í boði eru og sendu mér línu í tölvupósti og bókaðu tíma á netfanginu [email protected] og ég skoða málið.